Skip to content

Skilmálar

Skilmálar fyrir miðakaup á Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

  1. Almennt
    Októberfest er haldin af Stúdentaráði Háskóla Íslands (kt. 630269-5129), hér eftir nefnt „skipuleggjandi“. Með kaupum á miða samþykkir kaupandi eftirfarandi skilmála.
  2. Miðakaup

Miðakaup fara fram rafrænt í gegnum vefsíðu viðburðarins.

Miðar eru persónubundnir og ekki endurgreiddir, nema lög mæli fyrir um annað.

Kaupandi ber ábyrgð á að færa inn rétt netfang og aðrar upplýsingar við kaup. Rangar upplýsingar geta leitt til þess að miði verði ógildur án endurgreiðslu.

  1. Aldurstakmark

Viðburðurinn er einungis opinn einstaklingum 18 ára og eldri.

Aldur er staðfestur við afhendingu armbands með gildu skilríki (vegabréf, ökuskírteini, eða studentaauðkenni með mynd).

Ófullnægjandi skilríki geta valdið synjun um aðgang, án endurgreiðslu.

  1. Notkun miða

Miðinn veitir aðgang að viðburðarsvæðinu á þeim degi sem hann gildir fyrir.

Misnotkun miða (t.d. afritun, endursala) getur leitt til ógildingar án endurgreiðslu.

Skipuleggjandi áskilur sér rétt til að biðja um staðfestingu á nafni, kennitölu eða öðru við inngang ef grunur vaknar um misnotkun.

  1. Bjórpassi og drykkjarmiðar

Miðar sem innihalda „bjórpassa“ fela í sér forgreidda drykkjarmiða sem afhentir eru við komu með armbandi.

Drykkjarmiðar eru aðeins veittir gegn framvísun gilds miða og skilríkja, fyrir einstaklinga 20 ára og eldri.

Ekki er heimilt að skila eða framselja drykkjarmiða.

Misnotkun getur leitt til þess að bjórpassi verði gerður ógildur án endurgreiðslu.

  1. Armbönd og afhending

Armbönd sem veita aðgang að hátíðinni eru eingöngu afhent gegn framvísun miða og skilríkja.

Armband vegna stúdentapassa verður aðeins afhent gegn framvísunar gilds nemendaskírteinis frá íslenskum háskóla.

Armbönd eru persónubundin og má ekki fjarlægja eða framselja.

Ef armband er skemmt eða fjarlægt telst það ógilt og ekki er hægt að fá nýtt nema með sönnun á aðstæðum og lýtur það ákvörðun skipuleggjanda.

  1. Forföll og afpöntun viðburðar

Ef viðburður er felldur niður á ábyrgð skipuleggjanda, verða miðakaup endurgreidd að fullu. Skipuleggjandi tekur ekki ábyrgð á því ef viðburður fellur niður vegna óviðráðanlegra orsaka svo sem vegna náttúruhamfara, óveðurs, eða ófærðar.

Ef breytingar verða á dagskrá eða listamönnum, veitir það ekki sjálfkrafa rétt til endurgreiðslu.

Dagsetning og tímasetning viðburðar getur breyst án fyrirvara.

  1. Ábyrgð og hegðun

Allir gestir bera ábyrgð á eigin hegðun á svæðinu.

Skipuleggjandi ber enga ábyrgð á persónulegum munum gesta fyrir, á meðan , eða eftir að viðburði lýkur.

Neysla áfengis og annarra vímuefna er háð íslenskum lögum.

Óviðeigandi hegðun getur leitt til brottvísunar af svæðinu, án endurgreiðslu.

Skipuleggjandi ber enga ábyrgð umfram þá sem er áskilin í íslenskum lögum.

  1. Persónuvernd

Persónuupplýsingar sem safnað er við miðakaup eru aðeins notaðar til að framkvæma miðasölu og viðburðastjórnun.

Upplýsingum verður ekki deilt með þriðja aðila nema nauðsyn krefji (t.d. greiðslugátt, lögformlegt eftirlit).

  1. Myndataka og upptökur

Skipuleggjandi áskilur sér rétt til að taka myndir og myndbönd á viðburðinum í kynningartilgangi.

Með þátttöku samþykkir gestur að slíkt efni megi birtast opinberlega, nema hann óski sérstaklega eftir öðru.

  1. Ágreiningur og lögsaga

Komi upp ágreiningur skal leita lausnar í samráði við skipuleggjanda.

Skilmálar þessir lúta íslenskum lögum og skulu mál rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur ef til málaferla kemur.