Skip to content

Þriggja daga tónlistarhátíð

júní 27, 2025

Stærsta tónlistarhátíð stúdenta, Októberfest SHÍ, verður haldin í 21. skipti dagana 5.-7. september 2024!

Októberfest SHÍ er þriggja daga tónlistarhátíð, haldin af stúdentum, fyrir stúdenta. Hún fer fram í nánustu grennd við Háskóla Íslands, malarbílastæðinu við Vatnsmýrina.

Hátíðin var haldin fyrst árið 2003 og hefur verið haldin síðan á hverju ári, ef við tökum heimsfaraldursárin út fyrir sviga.

Hátíðin í ár verður stórkostlegri en nokkru sinni fyrr! Miðasala er hefst 1. ágúst á miðnætti á oktoberfestshi.is. Ekki missa af besta dílnum, tryggðu þér miða núna á meðan það er hægt.

Listamenn verða tilkynntir síðar.

Einnig er hægt að kaupa miða á skrifstofu Stúdentaráðs á Háskólatorgi, 3. hæð.Hafið samband við okkur í síma 570-0850 eða í tölvupósti á shi@hi.is ef það koma upp einhver vandamál eða einhverjar spurningar.