Skip to content

Dagskrá Októberfestvikunnar

ágúst 31, 2025

Í aðdraganda Októberfest verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá á Háskólatorgi, í Bóksölunni og í Stúdentakjallaranum þar sem stúdentar geta hitað sig upp fyrir helgina.


Dagskrá vikunnar

Mánudagur 1. september
🎵 Alaska1867 kl. 13:00 – Háskólatorg

Þriðjudagur 2. september
🎵 Sprite Zero Klan kl. 12:00 – Stúdentakjallarinn
🎧 DJ sett kl. 13:00 – Háskólatorg

Miðvikudagur 3. september
🎵 Digital Ísland kl. 13:00 – Háskólatorg
💘 Losta Laugin kl. 20:00 – Stúdentakjallarinn


Losta Laugin – miðvikudaginn 3. september

Þá er komið að því – Losta-laugin snýr aftur og verður haldin í Stúdentakjallaranum kl. 20:00 miðvikudaginn 3. september. Þetta er sannkallaður uppáhaldsviðburður stúdenta og í boði eru glæsilegir vinningar frá Losta og öðrum samstarfsaðilum.

„Laugin“ er einn af hápunktum haustsins. Kæruleysi sumarsins er að baki og nú er tími til að festa sitt ráð. Við hjá SHÍ viljum aðstoða – og því var Losta-laugin fundin upp!

👉 Fyrir keppendur lofum við fljótandi veigum, mögulegum vinningum og síðast en ekki síst möguleikanum á stærsta vinningnum af öllum: sannri ást.

👉 Fyrir áhorfendur lofum við botnlausri skemmtun.

⚠️ ATH! Mæta snemma – Kjallarinn verður troðfullur.

📌 Skráning fer fram hér: Skráning í Losta-laugina


Fimmtudagur 4. september
🎤 Gugusar kl. 12:00 – Bóksalan, Háskólatorgi
🏆 HÍ–HR dagurinn kl. 15:00 – Hátíðarsvæði Októberfest

Föstudagur 5. september
🔥 Ølympíuleikar SHÍ kl. 15:00 – Hátíðarsvæði Októberfest


Ølympíuleikar SHÍ – föstudaginn 5. september

Ølympíuleikarnir snúa aftur vegna fjölda fyrirspurna! Leikarnir voru fyrst haldnir árið 2022 og hafa síðan orðið einn af vinsælustu liðunum í félagslífi háskólanema.

Á hátíðarsvæði Októberfest etja þyrstir keppendur kappi í fjölbreyttum drykkju- og þolleikjum fyrir hönd nemendafélaga sinna.

📌 Skráning fer fram hjá viðkomandi nemendafélagi.


👉 Það er því ljóst að Októberfest-vikan verður troðfull af tónlist, stemningu og skemmtilegum viðburðum – og hápunkturinn sjálf hátíðin um helgina!